Myndir í tölvupóstum
- Árdís Elfa Óskarsdóttir
- Dec 27, 2022
- 1 min read
Updated: Nov 6, 2024
Flest fyrirtæki sem senda frá sér tölvupósta til viðskiptavina eru að myndskreyta þá á einhvern hátt. Myndskreytingar eru skemmtilegar, gefa tölvupóstum líf og geta sýnt vöru/og þjónustu betur en hefðbundnar útskýringar gera.
Það ber þó að varast að myndir birtast almennt ekki í tölvupóstum.
Hér getur þú séð nokkur dæmi um ranga notkun myndefnis:

En af hverju birtast myndir ekki í tölvupóstum?
Ástæða þess að mörg tölvupóstforrit, líkt og Outlook, hafa lokað fyrir birtingu mynda í tölvupóstum er að eitt stærsta bankarán sögunnar er vegna tölvupóstsendingar.
Þar sendu óprúttnir aðilar frá sér tölvupóst sem innihélt myndefni á bankastarfsmenn í Japan, Sviss, Hollandi og Bandaríkjunum. Hlekkur var falinn á bak við mynd sem gaf hökkurunum aðgang að öllum gögnum þeirra sem opnuðu póstinn. Þar sem myndin birtist um leið og tölvupósturinn var opnaður þá hlóðst hlekkurinn samstundis niður í tölvu viðkomandi. Þar af leiðandi lokuðu mörg tölvupóstforrit fyrir þennan valmöguleika.
Hvað er þá til ráða?
Það er alltaf hægt að hafa myndir í tölvupóstum, en mælum við með því að myndefnið styðji við tölvupóstinn en innihaldi ekki mikilvægar upplýsingar.
Það er alltaf best að gera ráð fyrir því að myndin muni ekki birtast hjá viðtakandanum og því skaltu hafa allt sem skiptir máli skriflegt.
Hér getur þú séð tvö íslensk dæmi þar sem myndir eru ekki í forgangi:

Ekki hræðast myndskreytingar en ekki treysta á þær!
Comments