Blue Ocean Strategy vísar til markaðar fyrir vöru þar sem engin samkeppni er eða lítil samkeppni. Þessi stefna snýst um að leita að markaði þar sem mjög fá fyrirtæki starfa og þar sem enginn verðþrýstingur er til staðar. Hægt er að nota Blue Ocean Stragety þvert á geira eða fyrirtæki. Það er ekki takmarkað við aðeins eitt fyrirtæki.
Í nútíma umhverfi starfa flest fyrirtæki í mikilli samkeppni og reyna allt til þess að ná markaðshlutdeild. Þegar vara verður undir verðþrýstingi er alltaf möguleiki á að starfsemi fyrirtækis gæti verið í hættu. Þessi staða kemur yfirleitt þegar fyrirtæki starfar á mettuðum markaði, einnig þekkt sem „Red Ocean“. Þegar það er takmarkað svigrúm til að vaxa reyna fyrirtæki að finna nýjar leiðir þar sem þau geta notið markaðshlutdeild eða „Blue Ocean“. Blue Ocean er til staðar þegar möguleiki er á meiri hagnaði. Stefnan miðar að því að fanga nýja eftirspurn og gera samkeppni óþarfa með því að kynna vöru með yfirburða eiginleika. Það hjálpar fyrirtækinu að ná miklum hagnaði þar sem hægt er að verðleggja vöruna hátt vegna einstaka eiginleika hennar.
Dæmi um Blue Ocean fyrirtæki
Apple gaf út stafræna tónlist árið 2003 með vörunni iTunes. Apple notendur geta þá hlaðið niður löglegri og hágæða tónlist á sanngjörnu verði frá iTunes sem gerir hefðbundnar leiðir fyrir dreifingu tónlistar úrelt. Apple náði árangri í að ná vaxandi eftirspurn fyrir tónlist fyrir notendur „on the go“.
The Economic Times. (e.d). https://economictimes.indiatimes.com/definition/blue-ocean-strategy
Comments